1
/
af
1
524A - Nordia 2009
524A - Nordia 2009
Venjulegt verð
190 kr
Venjulegt verð
Söluverð
190 kr
Einingaverð
/
á
Skattur innifalinn.
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Norræna frímerkjasýningin Nordia 2009 var haldin í Hafnarfirði 29.-31. maí 2009. Af því tilefni gaf Íslandspóstur út smáörk þar sem myndefnið er lundi. Lundinn (Fratercula arctica) er fugl af svartfuglaætt, og af ættkvísl lunda. Latneska heitið Fratercula merkir „smábróðir“ og vísar til litarins á fjaðraham fuglsins sem minnir á klæðnað munka, en fuglinn er líka oft kallaður „prófastur“ eða „prestur“ á íslensku. Goggur lundans er marglitur um fengitímann. Lundar eru sjófuglar sem kafa sér til matar. Þeir verpa í stórum nýlendum í holum sem þeir grafa í jarðveginn. Lundinn er staðfugl en heldur sig úti á rúmsjó yfir veturinn. Myndin sýnir lundann í Vestmannaeyjum með Eyjafjallajökul í baksýn.
