Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

522A - Skrúðgarðar I - Skrúður í Dýrafirði 100 ára

522A - Skrúðgarðar I - Skrúður í Dýrafirði 100 ára

Venjulegt verð 140 kr
Venjulegt verð Söluverð 140 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.

Garðurinn Skrúður við norðanverðan Dýrafjörð, rétt við Núpsskóla, er einn elsti og merkasti skrúðgarður landsins. Þessi skrúðgarður var formlega stofnaður 7. ágúst 1909. Garður þessi er merkilegur fyrir fleira en gróðurinn sem þar getur að líta. Skrúður hefur ekki alls fyrir löngu verið gerður upp og færður að nokkru leyti til upprunalegs horfs. Orðið skrúðgarður mun upphaflega dregið af nafni hans. Séra Sigtryggur Guðlaugsson, prófastur á Núpi, réðst í gerð matjurta- og skrúðgarðs í tengslum við ungmennaskóla sinn að Núpi. Garðinn átti að nýta í kennslu í jurtafræði og garðrækt. Einnig átti að venja nemendur á neyslu garðávaxta og sýna hvað getur þrifist í íslenskum jarðvegi. Í garðinum er að finna margar sjaldgæfar plöntur. Mest áberandi er Evrópulerkitréð sem líklega var gróðursett árið 1910. Það er fyrir löngu orðið stærsta tré garðsins og talið eitt af merkilegustu trjám á Íslandi.

Skoða allar upplýsingar