1
/
af
1
521A - Vatnsveita Reykjavíkur 100 ára
521A - Vatnsveita Reykjavíkur 100 ára
Venjulegt verð
10 kr
Venjulegt verð
Söluverð
10 kr
Einingaverð
/
á
Skattur innifalinn.
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Vatnsveita Reykjavíkur tók til starfa árið 1909. Reykvíkingar fengu þá greiðan aðgang að nægu hreinu vatni, enda leið ekki á löngu þar til vatnsneysla þeirra margfaldaðist. Vatnsnotkun í Reykjavík jókst úr 18 lítrum á sólahring í rúmlega 200 lítra á sólarhring á hvern íbúa fljótlega eftir tilkomu vatnsveitunnar. Allt vatn er tekið úr borholum sem eru 10-140 metra djúpar. Vatnsveitukerfi Orkuveitu Reykjavíkur er stærsta vatnsveita landsins og þjónar um helmingi íbúa þess. Vatnsveita Reykjavíkur var fyrsta vatnsveita á Norðurlöndum til að hljóta vottun samkvæmt ISO 9001 gæðastaðlinum. Gæði drykkjarvatnsins eru ótvíræð. Ástæðurnar eru m. a. þær að umhverfi vatnsbóla er verndað, umgangur þar lítill og vatn sótt í lokaðar 10 til 140 metra djúpar borholur. Því dýpra sem er niður á vatnið því minni hætta er á mengun grunnvatnsins. Hreint og gott neysluvatn í nánd við byggð er ómæld auðlind.
Skoða allar upplýsingar
