1
/
af
1
520A - Landsmót UMFÍ 100 ára
520A - Landsmót UMFÍ 100 ára
Venjulegt verð
105 kr
Venjulegt verð
Söluverð
105 kr
Einingaverð
/
á
Skattur innifalinn.
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Landsmót UMFÍ eru fjölmennastu íþróttamót á Íslandi. Fyrsta mótið var haldið á Akureyri sumarið 1909, en síðan 1940 hafa þau verið haldin 3ja hvert ár með undantekningum. Á Landsmótum er keppt í mörgum greinum íþrótta auk ýmissa starfsíþrótta eins og dráttarvélarakstri, starfshlaupi, línubeitingu auk annarra greina. Fjöldi keppenda er um 2.000 og þeir sem koma og fylgjast með eru frá 12.000– 20.000, en hefur mest farið uppí 25.000 manns árið 1965 á Laugarvatni. Það sem gerir mót þetta að stórviðburði á Íslandi er hinn mikli fjöldi keppenda og áhorfenda auk mikillar fjölbreytni í keppnisgreinum. Landsmót UMFÍ hafa sett sterkan svip á íslenska íþróttasögu og þeim hefur jafnan fylgt mikil uppbygging á þeim stöðum sem mótin eru haldin. Þegar hafa verið haldin 25 Landsmót. Aldarlangri sögu verður því fagnað með 26. Landsmóti UMFÍ á Akureyri 9.-12. júlí 2009.
Skoða allar upplýsingar
