Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

518A - Verndun jökla og heimskautasvæða - 2009

518A - Verndun jökla og heimskautasvæða - 2009

Venjulegt verð 230 kr
Venjulegt verð Söluverð 230 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.

Ísland, Finnland og Chile hafa ásamt fjölda annarra landa ákveðið að gefa sameiginlega út frímerki þar sem þemað er verndun jökla og heimskautasvæða. Sú hætta blasir við að hækkandi hiti á jörðinni vegna gróðurhúsaáhrifa muni hafa veruleg áhrif á jökla og heimskautasvæði og þrengja að lífskjörum þeirra sem búa í grennd við þessi svæði. Vistkerfi heimskautalandanna eru viðkvæm fyrir loftslagsbreytingum. Því er spáð að meðalhiti jarðarinnar hækki um 2°-5°C á næstu 50 til 100 árum. Hins vegar er búist við mun meiri hlýnun á heimskautasvæðunum, eða allt að 10°C. Þegar smáörkin er hituð upp í sól eða yfir ofni sjást breytingar á jökulsvæðunum.

Skoða allar upplýsingar